Um okkur

🌞 Velkomin á Ljósorka.is! 🔋🏡

Við, Geir Sveinsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir, stofnuðum Solis ehf / ljosorka.is,  eftir 11 ára dvöl erlendis. Með okkur heim, höfðum við hugmyndina um að kanna möguleika sólar- og birtuorkusella hér á landi, ekki síst í ljósi aukinnar umræðu um orkuöflun, orkusjálfstæði og síhækkandi orkuverð og teljum við því kostina augljósa. 

Það er ekki spurning í okkar huga – tíminn er núna. 🌱


🌍 Af hverju sólar- og birtuorka?

✔️ Sjálfbær orka – Endurnýjanleg auðlind sem dregur úr kolefnisspori
✔️ Orkusjálfstæði – Framleiðir þitt eigið rafmagn, óháð orkuveitum
✔️ Orkuöryggi – Tryggir stöðuga orku, jafnvel í ófyrirséðum aðstæðum
✔️ Vernd gegn hækkandi orkuverði – Lækkar orkukostnað til framtíðar

Núna er rétti tíminn til að fjárfesta í sólarorku, hvort sem það er fyrir heimili, fyrirtæki, orlofshús eða sveitabæi.


🤝 Samstarf fyrir árangur

Við erum stolt af samstarfi okkar við JM-Projekt Invest, öflugt þýskt fyrirtæki sem hefur frá árinu 2010 sérhæft sig í orkusparnaði og sólarorkulausnum með frábærum árangri.

🔹 Sérfræðiþekking í orkunýtingu og framleiðslu
🔹 Heildarlausnir fyrir smáa og stóra viðskiptavini
🔹 Frá vali á íhlutum til hönnunar og framkvæmda

Við höfum einnig fengið til liðs við okkur Afltak, sem hefur áratuga reynslu í smíðum og raflögnum og er þekkt fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð.


🔆 Sjálfbær framtíð með gæðalausnum

🔆 Við trúum á sjálfbæra framtíð 

Sjálfbærni og gæði eru kjarninn í öllu sem við gerum.

✔️ Notum aðeins bestu íhluti á markaðnum
✔️ Leggjum áherslu á langvarandi og arðbærar lausnir
✔️ Byggjum upp sjálfbæra framtíð saman

💡 Við erum hér til að ráðleggja og styðja þig
Hafðu samband – og við skoðum saman hvernig við getum hjálpað þér að nýta sólarorku, hvort sem er, lítil eða stór lausn.
👉 ljosorka@ljosorka.is | 🌐 ljosorka.is